Bandarískir saksóknarar geta ekki farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana árið 2024.Dómari í Manhattan felldi niður tvo ákæruliði í dag og útilokaði möguleika á dauðarefsingu. Mangione stendur enn frammi fyrir tveimur ákæruliðum og gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.Mangione er sakaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana fyrir framan hótel í New York í desember 2024. Hann hefur neitað sök.Alríkisákæra fyrir manndráp er meðal þeirra sem voru felld niður á grundvelli tæknilegra ágalla. Hin sneri að skotvopnavörslu. Ákærur sem snúa að umsátri standa eftir.Dómarinn ákvað einnig að saksóknarar mættu leggja fram innihald bakpoka Mangiones