Drýpur er fyrsta plata tónlistarkonunnar Bergþóru Kristbergsdóttur og geymir drungalega og klarinettdrifna tónlist. Bergþóra var fimm ár að vinna að plötunni. „Það mætti segja að þetta sé skúffuverkefni,“ segir hún en platan var samin samhliða því að hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Það var alltaf einhver rauður þráður á milli laganna sem þróaðist yfir í að hún fór að búa til sögu í kringum plötuna og hvert lag fékk einhvers konar senu.Sagan gerist á íslenskum sveitabæ þar sem loftsteinn fellur til jarðar og úr honum kemur skrímsli sem situr um bæinn og myrðir fólkið. Bergþóra er vissulega mikill hryllingsmyndaaðdáandi. „Mörg af lögunum eru einhvers konar tilbrigði af lögum sem ég samdi áður en sagan varð til og svo fór ég að þróa lögin áfram með þessa sögu í huga,“ segir Bergþór