Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka sýningum kvöldsins um 15 mínútur vegna leiks Íslands og Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Jafnframt hefur miðahöfum á sýningar í kvöld verið boðið að mæta fyrr í leikhúsið til að horfa á fyrri hálfleik leiksins fyrir sýningar.