Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir áfrýjun Hafnarsjóðs Norðurþings sem var dæmt í Landsrétti til að endurgreiða nærri 40 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, til eins stærsta hvalaskoðunarfyrirtækis landsins, Gentle Giants-Hvalaferða sem hefur heimahöfn sína á Húsavík. Snýst málið um farþegagjald en Landsréttur sagði innheimtu gjaldsins ekki hafa verið í samræmi við lög. Lesa meira