Felix Bergsson hefur skrifað barnabækur og fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús. Hann segir að ef saga sé góð þá henti hún í mörg frásagnarform. Hann nefndi sem dæmi Ævintýrið um Augastein sem var fyrst leikrit á ensku, svo á íslensku, því næst bók og núna kvikmyndahandrit.Tæplega tuttugu árum eftir Ævintýrið um Augastein sneri Felix aftur með barnabók. Það var hljóðbókin Drottningin af Galapagos sem kom út á prenti fyrir síðustu jól. Felix sagði frá bókinni í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. KLASSÍSK ÆVINTÝRI UM ALLAN HEIM Þegar Storytel bauð Felix að skrifa hljóðbók ákvað hann að slá til. Hann þekkir formið vel enda hefur hann gert mikið hljóðefni með Gunnari Helgasyni í gegnum árin. > „Mig langaði til að gera svona klassískar ævintýrabækur, dálítið eins og ég las þegar ég var lítill strákur