Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Spá hækkun stýrivaxta eftir að verðbólgan jókst milli mánaða

Stýrivextir Seðlabankans verða hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku ef spá greiningardeildar Landsbankans gengur eftir.Hagstofan greindi frá því í gær að verðbólga væri komin í 5,2 prósent. Hún hefur hækkað um 1,5 prósentustig á tveimur mánuðum.Stýrivextir héldust óbreyttir í 7,25 prósentum á síðasta ári. Það gæti þó breyst á miðvikudag þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um vaxtaákvörðun sína. Landsbankinn spáir því að stýrivextir fari í 7,50 prósent.„Aukin verðbólga í janúar skýrist að mestu leyti af hækkun opinberra gjalda, en þó ekki einungis. Mælingin ber þess einnig merki að undirliggjandi verðþrýstingur er enn til staðar. Ekki hefur tekist að draga úr verðbólguvæntingum og kaupmáttaraukning heldur áfram að skila sér í aukinni neyslu.“
Spá hækkun stýrivaxta eftir að verðbólgan jókst milli mánaða

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta