Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2026 og ákveðið að verðlauna leikið sjónvarpsefni á ný. Þar bætist við fimm nýir flokkar: besta leikna sjónvarpsefnið auk besta leikara og leikkonu í aðal- og aukahlutverkum.