Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu mæta auðvitað Dönum í undanúrslitum EM í handbolta klukkan 19:30. Það má gera ráð fyrir að fjöldi fólks komi saman til að horfi á leikinn og margir velja sér að fjölmenna á knæpum til að fá stemninguna beint í æð með samlöndum sínum.Björn Hlynur Haraldsson leikari og kráareigandi á sportbarinn Ölver, einn stærsta sportbar landsins. Hann er kominn heim eftir að hafa fylgst með sigurleiknum á móti Slóveníu úti í Malmö. „Þetta var frábært. Ég hef aldrei farið á svona leik hjá landsliðinu á stórmóti áður svo þetta var rosaleg upplifun,“ segir hann brattur í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2.Þegar hann er spurður hvort starfsmenn Ölvers séu að búa sig undir fjölmenni í kvöld segir hann að svo sé en bætir því við að sumir vilji þó horfa í einrúmi. > Marg