Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Færri komast á leikinn en vilja, en þeim mun fleiri stefna á að horfa á leikinn í sjónvarpinu.Það verður þó víðar en á Íslandi sem fólk kemur saman til að horfa á leikinn, til dæmis á Tenerife. „Það hafa verið svona um 150-200 manns á hverjum degi sem að leikurinn er og fólk á öllum aldri hjá okkur alveg frá ungabörnum og upp í bara vel eldri borgara,“ segir Herdís Hrönn Árnadóttir, vert á Íslenska barnum á Tenerife. „Það hefur alltaf verið hjá okkur þjóðsöngurinn og allir standa upp og þetta er bara eins og að vera á landsleik.“