„Kannski er þetta bara minn tjáningarmáti,“ segir Una Björk Kjerúlf sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör þetta árið fyrir ljóðið Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra hljóða.Verðlaunin hafa verið veitt frá 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Í rökstuðningi dómnefndar segir að ljóð Unu Bjarkar sé listilega lipurt og leikandi en efni þess nokkuð kvíðablandið þegar betur er að gáð. Halla Harðardóttir ræddi við Unu Björk í Víðsjá á Rás 1.Una Björk er alin upp á Vopnafirði þar sem hún bjó til sextán ára aldurs. „Þá þurfti ég, eins og svo margir landsbyggðarkrakkar, að fara í menntaskóla. Þá flutti ég til Akureyrar og var í menntaskólanum þar. Ég bjó þar í svolítinn tíma en hef verið síðustu áratugina í Reykjavík. Ég er ein af þeim sem fylla mengi skapandi fólks sem býr í Vesturbænum.“Hún lær