Tveir íbúar í Minneapolis hafa undanfarið skipulagt húsvitjanir til innflytjenda sem ekki hafa þorað út úr húsi vegna aðgerða ICE-liða í borginni undanfarnar vikur. Mennirnir tveir, sem eru bandarískir ríkisborgarar af sómölskum uppruna, hafa skipulagt sjálfboðaliðastarf með heilbrigðisstarfsfólki þar sem sjálfboðaliðar bjóða samborgurum sínum læknisaðstoð og létta til með þeim með ýmsum hætti.Fjölmargir innflytjendur, bæði þeir sem eru löglega í landinu og ólöglegir innflytjendur í Minneapolis, óttast að fara af heimilum sínum í Minneapolis til að leita sér læknisaðstoðar, versla helstu nauðsynjar eða sinna öðrum erindum.Aðgerðir ICE-liða hafa verið víðtækar í borginni og hafa ICE-liðar meðal annars farið á spítala og heilsugæslustöðvar til að leita uppi innflytjendur og yfirheyra þá. Það