Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ætla ekki að taka á móti nýjum innflytjendum

Lettnesk stjórnvöld ætla ekki að taka á móti nýjum innflytjendum til landsins. Þetta kom fram í ræðu Baibu Braze utanríkisráðherra í umræðum á lettneska þinginu um utanríkismál í gær. Hún sagði að byggingu á landamæragirðingu landsins væri lokið og landamæraverðir hefðu unnið dag og nótt til að koma í veg fyrir að 12.000 ólöglegir innflytjendur hefðu komist inn í landið.Hún hvatti hins vegar Letta sem búsettir eru utan heimalandsins til að snúa aftur til Lettlands. Meira en fimmtungur Letta búi erlendis og mikið kapp sé lagt á, bæði í lettneskum sendiráðum og í Lettlandi, að veita fólki upplýsingar og aðstoð sem vilji flytja aftur til heimalandsins.Lettneska ríkisútvarpið greindi svo frá.
Ætla ekki að taka á móti nýjum innflytjendum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta