Friðrik 10. Danakonungur fer í opinbera heimsókn til Grænlands 18.–20. febrúar. Danakonungur og drottningin Mary eru í opinberri heimsókn í Eistlandi og Litháen um þessar mundir og greindu fyrirhugaðri heimsókn til Grænlands í viðtali við fjölmiðla. Danska ríkisútvarpið greinir svo frá.Danakonungur sagði að hugur þeirra hjóna hefði verið með Grænlendingum undanfarið.„Við finnum mjög til með Grænlendingunum og við höfum verið mjög snortin af því sem hefur verið í gangi á Grænlandi undanfarnar vikur. Grænlendingar hafa verið mjög áhyggjufullir og það varðar okkur bæði því Grænland er okkur mjög mikilvægt,“ sagði konungurinn og vísaði þar til þeirra hjóna. Hann sagði fjölskylduna ræða málefni Grænlands heima fyrir því börnin spyrji einnig út í málefnið.Danakonungur hafði einnig orð á því að h