Loðnukvóti verður stóraukinn og vertíðin gæti skilað tugmilljörðum í þjóðarbúið. Í Neskaupstað kalla menn loðnuhrognin gula gullið og góð verð ættu að fást enda markaðir tómir. Við litum við í uppsjávarfrystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í dag og hittum Odd Einarsson yfirverkstjóra. EINS OG JÓLIN VÆRU KOMIN AFTUR „Það var bara eins og jólin væru komin aftur og það var gríðarlega mikil gleði hjá öllum þegar við fengum þennan loðnukvóta í dag. Það er náttúrlega búin að vera mikil tilhlökkun fyrir þessu en það var rosalega mikil gleði þegar við fengum þessar fréttir núna í morgun,“ segir Oddur.Útgerðarmennirnir segja að loðnan sé falleg og hún sé líka einstaklega verðmætur fiskur. Í kvenloðnunni eru hrognin og þau eru eftirsótt hjá matgæðingum víða um heim.Við nælum okkur í nokkrar