Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Einföldun að halda því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi verðbólgu

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að vaxandi verðbólga sé vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur ítrekað lofað að lækka vexti og verðbólgu. Nú hefur verðbólga hins vegar aukist umfram svartsýnustu spár og mælist 5,2%. Helstu ástæður eru breytingar á opinberum gjöldum að mati hagfræðings.„Hagstofan heldur utan um hversu stór hluti þessara breytinga er vegna skattabreytinga, gjaldabreytinga og það er í kringum 0,3 prósent,“ segir fjármálaráðherra. 0,4 prósent séu aðrir liðir.Ríkisstjórnin hefur lofað að lækka vexti og verðbólgu sem mælist nú í 5,2%. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi vaxandi verðbólgu.
Einföldun að halda því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi verðbólgu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta