Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna.