Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.