Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar sjókví sem rak á land innarlega í Patreksfirði. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir þetta.Hann segir kvína hafa rekið á sjó en þó hafi hana líklega ekki rekið nálægt neinni skipaumferð og þónokkuð frá þorpinu. Landhelgisgæslan hafi verið látin vita af málinu.Helgi segir að lögreglan muni athuga hvaðan kvíin kom og hver sé eigandi hennar. Þá muni lögreglan vinna að því að tjóðra kvína svo hún endi ekki aftur út á sjó.