Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Segir Pútín hafa samþykkt að fresta árásum á Kyiv í viku vegna kulda

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa samþykkt að gera ekki árásir á Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og aðrar borgir í landinu, í viku. Ástæðan er miklar vetrarhörkur í landinu. Trump sagði þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.Íbúar í Úkraínu hafa verið án rafmagns og hita eftir umfangsmiklar árásir Rússa á orkuinnviði í landinu síðustu vikur. Íbúar í Kyiv hafa meðal annars þurft að leita í neyðarskýli til að hlýja sér.„Þau hafa aldrei upplifað annan eins kulda og núna. Ég bað Pútín persónulega um að skjóta ekki á Kyiv og aðra bæi í viku. Og hann samþykkti það og ég verð að segja að það var almennilegt af honum,“ sagði Trump við fjölmiðla á fundinum.
Segir Pútín hafa samþykkt að fresta árásum á Kyiv í viku vegna kulda

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta