BUBBI MORTHENS - BLÁU LJÓSIN Bláu ljósin er fyrsta smáskífan af nýrri plötu frá Bubba Morthens, en platan lítur dagsins ljós í maí á þessu ári. Lagið er kröftugt popplag og hljóðheimurinn vísar að eitthverju leyti til Bubba á níunda áratugnum. Lagið er unnið í samstarfi með Halldóri Gunnari Pálssyni, en hann er upptökustjóri lagsins sem og á allri plötunni. UNDIRALDAN ÞRIÐJUDAGINN 27. JANÚAR Venju samkvæmt voru frumflutt á annan tug nýrra íslenskra laga í Undiröldunni í vikunni en meðal þeirra sem stigu á stokk voru Bubbi Morthens, Izleifur ásamt Flona og jazzarinn Tómas Jónsson. IZLEIFUR, FLONI - SÍRÓP Á morgun kemur út breiðskífan 100&EINN frá Izleifi sem inniheldur samstarf hans við Flona og 16 önnur lög þar sem GDRN, Herra Hnetusmjör, Birnir og Joey Christ koma við sögu. Platan