Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ekkert annað í stöðunni en að segja upp kjarasamningum í haust ef forsenduákvæði um verðbólgu bresta. Aðilar samningsins geta sagt honum upp í september ef ársverðbólga mælist yfir 4,7%.„Þá er það mitt persónulega mat að það sé ekkert annað í stöðunni en að segja upp kjarasamningum einfaldlega vegna þess að þegar við lögðum upp í þessa vegferð í apríl 2024, eða fyrir tæpum tveimur árum síðan, þá var það markmið okkar að skapa hér skilyrði, með hófstilltum launahækkunum, til að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði fyrir vaxtalækkunum,“ segir Vilhjálmur.Hann segir stjórnvöld þurfa að berja verðbólgu niður en ekki upp.„Þessar hækkanir sem birtust okkur í morgun eru fyrst og fremst vegna ákvarðana stjórnvalda,“ segir Vilhjálmur. „Ef