Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista.