Stofnfundur félagsins Æruverndar var haldinn á sunnudag.Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að æruvernd fólks, lifandi og látins, og endurreisa mannorð séra Friðriks Friðrikssonar. Ásamt því vill félagið styðja við kristna trú og kristin gildi.Hátt í tvö hundruð mættu á stofnfundinn og samþykktu ályktun sem þar var borin upp, um að samtökin KFUM og KFUK gangist fyrir nýrri rannsókn á máli séra Friðriks.„Viðhlítandi fullnægjandi og faglegri rannsókn, umfjöllun og ákvörðun vegna máls sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda félagsins og meintra ávirðinga í hans garð,“ segir í ályktuninni.Félagsmenn fara fram á að rannsóknin verði í samvinnu við Æruvernd og að séra Friðrik verði skipaður sérstakur talsmaður.Séra Friðrik hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og misnotkun á ungum dr