„Það er náttúrulega bara merkilegt að sjá hvernig þessir helstu fjölmiðlar eru undirlagðir. Maður hefur ekki tölu á því hvað þetta eru margar fréttir [...] Eiginlega ryður þetta öllu öðru út,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason þegar hann ræðir um fréttaflutning og umræður um árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann telur að hvergi annars sé umfjöllun um landslið eins fyrirferðarmikil og á Íslandi.Egill skrifaði færslu á Facebook um þetta í gær þar sem hann sagði: „Ég treysti mér nánast til að fullyrða að hvergi á byggðu bóli yfirtaki íþróttamót fjölmiðla í jafnmiklum mæli og hér.“Talsverðar umræður sköpuðust um þessa hugmynd Egils og voru skoðanir skiptar. Hin norðurlöndin, ekki síst Danmörk, og Argentína voru nefnd sem dæmi um lönd þar sem umfjöllun um l