Fjármálaráðherra segir allar þær hugmyndir sem snúi að því að niðurgreiða einhvers konar neyslu til að falsa verðbólgumælingar lýsi grundvallarskilningsleysi á eðli fyrirbærisins verðbólgu. Það sé ekki gott að það sé útbreitt í þinginu „vegna þess að hér þarf að taka ákvarðanir sem varða langtímahagsmuni þjóðarinnar.“