Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 36 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Meðal þeirra sem er að finna á lista nefndarinnar er Diana Burkot, meðlimur gjörninga- og aðgerðahópsins Pussy Riot.Þrír aðrir liðsmenn hópsins hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Fyrstar voru Mariia Alekhina og Lucy Shtein sem fengu ríkisborgararétt 2023. Nadezhda Tolokonnikova fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra.Pussy Riot hefur haldið uppi andófi gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns um margra ára skeið. Það vakti heimsathygli þegar meðlimir hópsins voru ákærðir og fangelsaðir fyrir mótmæli í kirkju 2012. Diana Burkot var ein þeirra sem tóku þátt í þeim mótmælum. Hún hefur tekið þátt í og skipulagt margvísleg mótmæli gegn stjórn Pútíns og stefnu hans.Félagar í