Félögum í Viðreisn í Reykjavík fjölgaði um tæplega helming fyrir prófkjör flokksins sem fer fram 31. janúar.Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Páli Einarssyni, formanni kjörstjórnar, voru rétt undir 1900 hundruð skráðir í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins en þeir eru nú orðnir 2943.Kosið verður í oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og kosning hefst á miðnætti og stendur til klukkan 18. Fjögur eru í framboði, Aðalsteinn Leifsson, Róbert Ragnarsson, Björg Magnúsdóttir og Signý Sigurðardóttir.