Verðbólga í janúar jókst meira en búist hafði verið við og er nú 5,2%. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að verð á fötum, skóm, húsbúnaði og heimilistækjum hafi lækkað eins og venjulega í útsölum í janúar. Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir gjaldabreytingar hins opinbera skýra þetta að mestu. > Það eru sérstaklega breytingar á vörugjöldum á bifreiðar sem ollu töluverðri verðhækkun á nýjum bílum. En síðan erum við líka að sjá töluverðan þrýsting víðar og það er kannski það sem er meira áhyggjuefni. Til dæmis erum við að sjá matvöru hækka, það er töluverður þrýstingur í alls konar þjónustu, það er minni verðlækkun í flugfargjöldum heldur en maður hefði vonast eftir á þessum tíma árs og þannig mætti áfram telja. VERÐBÓLGULÆKKUN FRAMUNDAN Hafsteinn bendir á að búast megi