Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Tugmilljarða loðnuvertíð brostin á og Japanir fá snakkið sitt og masago

Góð loðnuvertíð er fram undan eftir að Hafrannsóknastofnun rúmlega fjórfaldaði kvótann. Útflutningsverðmætið er talið í tugum milljarða króna. ÍSLENDINGAR FÁ RÚMLEGA ÞRJÁ FJÓRÐU KVÓTANS Útgerðir, sjómenn, starfsfólk í landvinnslu, hafnarsjóðir og sveitarfélög hafa beðið í eftirvæntingu eftir því hvort loksins yrði af góðri loðnuvertíð. Nær algjör brestur varð á síðustu tveimur vertíðum og upphafskvótinn í ár var ekki upp á marga fiska, eða 44 þúsund tonn. Í leitarleiðangri eftir áramót fannst síðan mikið og í morgun bárust fréttirnar. Torfurnar sem komnar eru til að hrygna við Ísland, eða veiðistofninn, mælist 710 þúsund tonn og tæplega 200 þúsund tonna kvóti var gefinn út. Grænland, Noregur og Færeyjar fá líka skerf en Ísland fær mest: um þrjá fjórðu eða um 150 þúsund tonn. MARKAÐIR
Tugmilljarða loðnuvertíð brostin á og Japanir fá snakkið sitt og masago

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta