Klínískur félagsráðgjafi segir útskúfun barna á foreldrum vegna fjölskyldudeilna ótrúlega algenga. Sumir vilji fara einföldustu leiðina, loka á foreldra og hlaupa frá vandanum. Slíkt komi mest niður á barnabörnum sem fái ekki ömmu og afa. Flestir vilji eiga góð samskipti og fólk eigi alls ekki að opinbera slíkar erjur fyrir alþjóð.