Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara. Hann hlaut 60,54 prósent atkvæða. Simon Cramer Larsen, sem bauð sig fram gegn honum, fékk 34,84 prósent atkvæða. 4,62 prósent atkvæðaseðla voru auðir. Kjörsókn var 61,56 prósent.Einnig voru kosnir fjórir fulltrúar í aðalstjórn félagsins og þangað náði Simon kjöri ásamt þeim Sólrúnu Geirsdóttur, Guðmundi Björgvini Gylfasyni og Birni Gísla Erlingssyni. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Sandra Hlín Guðmundsdóttir og Anna Jóna Guðmundsdóttir verða varafulltrúar í stjórn.Guðjón Hreinn Hauksson á leið á samningafund í kjaradeilu.RÚV / Ragnar Visage