Spegillinn fjallaði í gær um aðdragandann að stofnun óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Stuðst var við gögn sem fengust afhent frá háskóla-, nýsköpunar og menningarráðuneytinu og vörpuðu nýju ljósi á átökin að tjaldabaki. UMMÆLI Í SKÝRSLU ÓPERUSTJÓRA FÓRU ILLA Í STJÓRNARMANN Meðal annars var vitnað til vinnuskjals sem Finnur Bjarnason, óperustjóri en þá verkefnisstjóri undirbúningsnefndar um stofnun þjóðaróperu, sendi ráðuneytinu í janúar á síðasta ári. Þar rakti hann hvernig undirbúningur þjóðaróperu hefði farið af stað í samráði við stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar og að fengist hefði vilyrði fyrir að ný þjóðarópera gæti byggt á grunni hennar, fengið eignir; búninga, leikmuni og leiktjöld, sem hluta af stofneign. Þau vilyrði hefðu verið dregin til baka en ráðuneytið keypt búni