Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar 2026. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 197.474 tonn.