Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Írana þurfa að skrifa undir kjarnorkusamning við Bandaríkin og það með hraði. Floti herskipa sé á leið til Persaflóa sem sé tilbúinn til að framfylgja skipunum með hraði og hörku.Í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social rifjar Trump upp árásir Bandaríkjahers á kjarnorkuinnviði í Íran í júní. Þær hafi komið til því Íranir vildu ekki semja við Bandaríkin. „Næsta árás verður miklu verri! Ekki láta þetta gerast aftur,“ skrifar Trump.Íranar reiðubúnir að svara fyrir sigStjórnvöld í Íran segjast tilbúin til að bregðast við mögulegum árásum. Þau muni ekki hika við að beina spjótum sínum að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra, þar með talið Ísrael.Abbas Araqchi utanríkisráðherra Írans sagði í færslu á X í gær að Íransher væri reiðubúinn að bregðast umsvifal