Kjörstaðir í Reykjanesbæ í næstu sveitarstjórnarkosningum verða þrír. Á undanförnum árum hafa bæjarbúar aðeins getað kosið á einum stað, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Í kosningaskýrslu sjálfbærniráðs bæjarins var fjallað um minnkandi kosningaþátttöku í bænum og þar settar fram tillögur sem miða að því að bæta þátttökuna. Í sveitarstjórnarkosningunum 2022 var kjörsókn 52% í Reykjanesbæ. „Mjög mikilvægt er að breyta þessari þróun til hins betra en bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að fjölga kjörstöðum úr einum í þrjá,“ segir í nýjustu fundargerð ráðsins. DREIFA ÁLAGI OG GERA FÓLKI KLEIFT AÐ KJÓSA Í SÍNUM HVERFUM Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður sjálfbærniráðs, segir samráð hafa haft við hina ýmsu hagsmunahópa, til að mynda ungmenna- og öldungaráð bæjarins.„Hjá hagsmunah