Franskir öldungadeildarþingmenn samþykktu í gær lagafrumvarp þess efnis að öllum listmunum sem teknir voru ófrjálsri hendi á nýlendutímunum yrði skilað til upprunalandanna þaðan sem þeim var stolið.Lagafrumvarpið fer nú áfram til neðri deildar franska þingsins til endanlegrar samþykktar áður en það verður að lögum.Tugir þúsunda listmuna og verðmætra muna frá nýlendutímanum eru í Frakklandi en lagafrumvarpið nær sérstaklega yfir muni sem stolið var á árunum 1815-1972. Kjósa þarf sérstaklega um það hvort munum sem eru í varðveislu landssafna verði skilað.Nokkrar fyrrum nýlenduþjóðir í Evrópu hafa smám saman verið að skila listmunum til upprunalanda en gildandi lög hafa hingað til komið í veg fyrir það í Frakklandi. Frökkum hafa borist fjölmargar óskir um að munum frá Alsír, Malí og Benín ver