Gert er ráð fyrir að tíu milljóna króna halli verið á A-hluta sveitarsjóðs Vopnafjarðarhrepps á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Austurfrétt greinir svo frá.Veltufé frá rekstri, svokallaður B-hluti, verður þó jákvætt um tæpar 70 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður eigið fé A-hluta neikvætt um rúmlega 250 milljónir í árslok. Vonast er til að það verði komið niður í 196 milljónir árið 2029.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerði athugasemdir við viðvarandi hallarekstur sveitarfélagsins síðastliðið haust. A-hlutinn hafði verið rekinn með halla samfleytt frá árinu 2018. Eftirlitsnefndin ráðlagði sveitarstjórninni að fá ráðgjafa til að taka út reksturinn. Sveitarstjórnin vann fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með ráðgjöf endurskoðanda en mun síðan ráða óháðan a