AP / Thomas PadillaTugir mótmælenda komu saman í Parísarborg í gær til að mótmæla aðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. Meðal mótmælenda voru bandarískir ríkisborgarar sem hafa áhyggjur af harðri stefnu bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum, en einnig af stöðu lýðræðis og framtíð Bandaríkjanna.Ein mótmælanda Isobel Coen sem starfar í ferðaþjónustu, sagði að hún væri að íhuga að reyna að finna leið fyrir móður hennar til að flytja til Frakklands. „Við erum á ögurstundu. Það er verið að taka almenna borgara af lífi á götunum og ef við gerum ekkert munum við enda uppi með fasískt einræðisríki“, sagði Coen.