Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Væntingastjórnun mikilvæg fyrir leikmenn landsliðsins

Sérfræðingar segja ekkert einfalt fyrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta að stýra væntingum sínum og einbeita sér að leiknum. Rætt var við Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Viðar Halldórsson félagsfræðing um landsliðið og EM karla í handbolta í Kastljósinu í kvöld.Ísland hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM en blikur voru á lofti um hvort það myndi takast. Eftir jafntefli gegn Svisslendingum í gær var óvíst hvort það væri enn möguleiki, en jafntefli Ungverja og Svía gaf Íslendingum nýja von.Hafrún segir það þreytandi fyrir taugakerfið að fara hátt upp og aftur niður, líkt og leikmenn landsliðsins hafa upplifað síðustu daga.„Allir sem hafa upplifað það að finna sterkar tilfinningar upp og niður, og hvað þá þegar þær sveiflast svona rosalega mikið innan tímara
Væntingastjórnun mikilvæg fyrir leikmenn landsliðsins

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta