Íbúar Elmira, smábæjar í New York-ríki í Bandaríkjunum, voru sem steini lostnir í mars árið 1964 þegar tólf ára gömul stúlka, Mary Theresa Simpson, hvarf á leið heim til sín 15. dag þess mánaðar og fannst hrottalega myrt fjórum dögum síðar. Rúmum 60 árum síðar telur lögregla sig hafa leyst málið.