„Hrein og klár aðgerð,“ skrifar Showan Shattak, borgarfulltrúi sænska Vinstriflokksins í Malmö, á Instagram um körfu af eplum með mynd nasistaleiðtogans Adolfs Hitlers og dúkku í gervi liðsmanns hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem komið var fyrir við heimili ráðherra innflytjendamála.