Mörg hundruð umsagnir um frumvarp um lagareldi bárust eftir hvatningu bandarísks stórfyrirtækis. Atvinnuvegaráðherra hefur áhyggjur og forseti Alþingis segist hugsi yfir málinu.Atvinnuvegaráðherra segir bandarískt stórfyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska lagasetningu í eldismálum. Talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir þetta fullkomnlega lýðræðisleg afskipti, hagsmunagæslan sé víða.Frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um lagareldi var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og rann fresturinn út í fyrradag. Fjöldi umsagna um frumvarpið hefur vakið athygli, en rúmlega 900 hafa verið settar á samráðsgáttina.Það segir þó ekki alla söguna, því töluverður fjöldi barst einnig með öðrum leiðum, mest í tölvupósti, og er heildarfjöldi þeirra um 2.300.Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráð