Matvælastofnun varar við neyslu á indverskum grænmetisbollum og grænmetisbuffi frá Víking sjávarfangi vegna örverumengunar. Á vef MAST segir að fyrirtækið hafi í samráði við stofnunina innkallað vöruna. Verið er að innkalla allar dagsetningar. Fólk er hvatt til að neyta hvorki grænmetisbuffsins né grænmetisbollanna heldur farga og fá endurgreitt frá fyrirtækinu gegn greiðslukvittun. Vörurnar eru frá Víking sjávarfangi.Matvælastofnun / mast.is