Bandaríski tæknirisinn Amazon staðfesti í dag að störfum hjá fyrirtækinu fækkar um 16.000. Þetta er hluti af endurskipulagningu sem var tilkynnt um í október. Fyrirtækið hafði í október tilkynnt um fækkun stöðugilda um 14 þúsund og því er heildarfækkunin orðin 30 þúsund hjá fyrirtækinu.Fyrirtækið sendi í gær í ógáti tölvupóst um málið til fjölda starfsmanna sem hluta af dagbókarviðburði. Þá hafði starfsmönnum ekki verið tilkynnt um aðgerðirnar. Þar kom fram að starfsmennirnir ynnu í Bandaríkjunum, Kanada og Kosta Ríku og uppsögn þeirra væri liður í að styrkja fyrirtækið. Í tilkynningunni í morgun var sagt að tilgangurinn væri að minnka skrifræði í fyrirtækinu. Þess ber að geta að búist hafði verið við þessum fréttum í nokkurn tíma.Uppsagnir hafa verið tíðar hjá stóru tæknifyrirtækjunum und