Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands eru nú í París þar sem þau hafa meðal annars hitt Emmanuel Macron forseta Frakklands.Áður en þau gerðu það ræddu þau við fjölmiðlafólk og stúdenta í Sciences Po-háskólanum í París. Og þar skóf Frederiksen ekki af hlutunum. „Heimsmyndin eins og við þekkjum hana er horfin, og ég held að hún komi ekki aftur,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að Rússar hefðu engan áhuga á að friðmælast við Evrópu, og að finna þyrfti leið til að semja við Bandaríkin um Grænland.Jens-Frederik Nielsen ræddi á sama fundi um alvarlega stöðu fyrir grænlenska þjóð. „Við erum undir pressu og almenningur er óttasleginn. En við látum ekki undan,“ sagði hann.Á blaðamannafundi þeirra tveggja með Emmanuel Macron sagði sá sí