Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali skipar efsta sætið á listum Okkar borgar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Baldur Borgþórsson ráðgjafi og Hlynur Áskelsson framhaldsskólakennari skipa annað og þriðja sætið.Framboð Okkar borgar er sprottið upp úr starfsemi Íslands þvert á flokka sem hefur meðal annars staðið fyrir útifundum um hælisleitenda- og útlendingamál á Austurvelli.Í tilkynningu frá framboðinu er lögð áhersla á ábyrgð í rekstri, skýra forgangsröðun og raunhæfar lausnir í helstu málaflokkum borgarinnar. Okkar borg vill hagræða í rekstri með ráðningarstoppi og auknu aðhaldi.Framboðið hafnar Borgarlínu og vegatollum en vill samgönguúrbætur fyrir alla ferðamáta, mislæg gatnamót þar sem þau eru möguleg og Sundabraut í göngum. Þá vill Okkar borg tryggja tvö bílastæði á hverja íbúð og