Rannsókn óháðra sérfræðinga á andlátum vegna bólusetninga við COVID-19 leiddi í ljós að bólusetning við sjúkdómnum var ekki dánarmein fjögurra einstaklinga. Þetta kemur fram í frétt á vef embættis landlæknis. Í fyrsta sinn síðan byrjað var að halda skrá yfir dánarmein hér á landi var bólusetning skráð sem dánarmein. SAMBAND BÓLUSETNINGAR OG ANDLÁTS TALIÐ ÓLÍKLEGT Andlátin áttu sér stað á tiltölulega stuttu tímabili. Þetta voru allt íbúar hjúkrunarheimila sem voru með mikinn eða mjög mikinn hrumleika. Allir voru einnig með einn eða fleiri langvinna sjúkdóma og á fjöllyfjameðferð. Samband bólusetningar og andláts í hverju tilviki var talið ólíklegt. Allir einstaklingarnir fengu bólusetningu gegn inflúensu og COVID-19 á sama tíma.Læknum er falið með lögum að skrifa dánarvottorð og meta hve