Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Íhugaði að taka ekki sæti á lista Samfylkingarinnar

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri íhugaði að þiggja ekki sæti á lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum í vor.Heiða laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni í oddvitaslagnum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. Á laugardaginn sagðist hún íhuga stöðu sína og hvort hún þæði sætið.Í dag greindi hún frá því í færslu á Facebook að hún verði í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.Íhugaðirðu á einhverjum tímapunkti að taka ekki sæti á listanum?„Já, að sjálfsögðu. Ég bauð mig fram í 1. sæti og ég sagði allan tímann að ég myndi skoða það, ef ég fengi ekki það sæti. En 2. sætið er ekki slæmt og ég ákvað að taka það,“ segir Heiða Björg.Hún segist ekki upplifa niðurstöðuna sem höfnun og vonast til að samstarf við Pétur
Íhugaði að taka ekki sæti á lista Samfylkingarinnar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta