Kristjana Ósk Kristinsdóttir er 29 ára heilbrigðisverkfræðingur. Hún starfar í dag í einni stærstu sjúkrahúsakeðju í Bandaríkjunum, Northwestern Medicine í Chicago.„Mikið af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu er hægt að leysa með gervigreind og tækni. Heilbrigðiskerfið er frábært dæmi um hvar við getum notað gervigreindina mjög vel. Við þurfum að vera ótrúlega varkár, þetta er viðkvæmt svæði en þetta eru alveg kjöraðstæður fyrir gervigreindina því það er til svo mikið af gögnum og gervigreindin þrífst á gögnum.“ Rætt var við Kristjönu í Kastljósi í gærkvöld.Gervigreindin getur bæði hjálpað til við að greina krabbamein og komið í veg fyrir kulnun heilbrigðisstarfsfólks. Kristjana Ósk Kristinsdóttir starfar í einni stærstu sjúkrahúskeðju í Bandaríkjunum við að v