Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss í þriðja leik milliriðilsins á EM í handbolta. Strákarnir okkar spiluðu slakan varnarleik, tókst samt að jafna leikinn undir lokin en náðu ekki að stela sigrinum í síðustu sókninni. Stigið gerir lítið fyrir liðið í baráttunni um undanúrslit og Ísland þarf að treysta á önnur úrslit.